Sætur sigur gegn Sindra mönnum

Á laugardaginn síðastliðinn léku okkar menn gegn Sindra á Höfn í Hornafirði. Veðurútlit var ekki gott en spáð var hávaða roki og rigningu og setti það strik í ferðaplön liðsins.

Þegar flautað var til leiks var veðrið hinsvegar ekki svo slæmt, stytt hafði upp og vindur viðráðanlegur. Leikurinn var aðeins 14. mínútna gamall skoraði Nökkvi Þeyr Þórisson sitt fyrsta mark fyrir Dalvík/Reyni og kom okkur 0-1 yfir.
Adam var ekki lengi í paradís því heimamenn í Sindra menn jöfnuðu leikinn stuttu síðar og komumst svo 2-1 yfir á 35. mínútu. Þannig var staðan í hálfleik.
Í síðari hálfleik komu okkar menn ákveðnir til leiks og voru töluvert sterkari aðilinn. Nökkvi Þeyr skoraði sitt annað mark í leiknum á 57. mínútu og stefndi allt í jafntefli. Það var hinsvegar Jóhann Örn Sigurjónsson sem skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins og tryggði okkar mönnum dýsæt þrjú stig.
Lokatölur því 2-3 sigur.

Virkilega sterkur og heilt yfir verðskuldaður sigur á erfiðum útivelli.
Hér má sjá leikskýrlu leiksins.

Eins og áður sagði setti veðrið sinn stimpil á undirbúning liðsins en liðið átti bókað flug í leikinn. Veðurguðir voru hinsvegar ekki á okkar bandi og var því ákveðið á síðustu stundu að keyra á föstudeginum og gista á Djúpavogi. Kunnum við Hótel Framtíð á Djúpavogi bestu þakkir fyrir gestrisnina og aðstoðina.

Næsti leikur Dalvíkur/Reynis er heimaleikur og jafnfram fyrsti heimaleikur sumarsins. Leikurinn fer fram laugardaginn 26.maí og nánar verður fjallað um hann síðar.

ÁFRAM D/R

Aðrar fréttir