Samningur undirritaður við Olís

Knattspyrnudeild Dalvíkur undirritaði á dögum styrktarsamning við Olís (Olíuverzlun Íslands ehf) og er Olís því orðinn einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Dalvíkur.
Merki Olís má t.d. finna á nýjum keppnisbúningum liðsins.

Samningurinn kemur sér virkilega vel þar sem yngriflokkar sem og meistaraflokkur liðsins þurfa oft á tíðum að keyra langar vegalengdir í verkefni sumarsins.

Á næstu dögum verður stuðningsmönnum og velunnurum einnig boðið að fá sérstaka Olís lykla/kort.
Kortið tryggir fólki hagstæð kjör á eldsneyti frá Olís en með hverjum virkjuðum korti/lykli er fólk einnig að styrkja knattspyrnudeildina í leiðinni.

Nánar verður fjallað um þessi mál hér á síðunni seinna.

Við hvetjum fólk til þess að beina viðskiptum sínum að þeim fyrirtækjum sem styrkja knattspyrnudeild Dalvíkur.