Sauðárkrókur í kvöld!

Í dag, föstudaginn 24. maí, leikur Dalvík/Reynir gegn Tindastóli á Sauðárkróksvelli.
Leikurinn hefst kl 19:15.

Tindastóls-menn hafa byrjað tímabilið illa en liðið hefur tapað fyrstu þrem leikjunum. Þeir eru hinsvegar með hörku lið sem byggt er upp á góðum erlendum leikmönnum ásamt sprækum heimamönnum og lánsmönnum af svæðinu.

Okkar menn koma hungraðir til leiks í sinn fyrsta sigur. Tvö jafntefli og eitt tap er uppskera liðsins í fyrstu þrem leikjunum.
Allir leikmenn liðsins eru leikfærir og tilbúnir í slaginn.

Við hvetjum fólk til þess að mæta á völlinn og styðja við bakið á okkar strákum!

ÁFRAM DALVÍK/REYNIR