Síðasti heimaleikur sumarsins

Síðasti heimaleikur sumarsins fer fram á laugardaginn n.k. og verða það ÍR-ingar sem koma í heimsókn á Dalvíkurvöll.

Aðeins einu stigi munar á liðunum en Dalvík/Reynir situr í 6. sæti deildarinnar með 28 stig og ÍR eru í 7. sæti með 27 stig.

Fyrri leikur liðanna endaði með stórskemmtilegu 3-3 jafntefli þar sem Borja López skoraði þrennu fyrir okkar menn!

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og hvetjum við fólk til þess að mæta á völlinn og styðja við bakið á strákunum okkar!