Síðasti leikur sumarsins á laugardaginn

Laugardaginn 21. september fer fram lokaumferð 2.deildar karla þetta sumarið. Okkar menn leggja land undir fót og leika lokaleikinn gegn Víði Garði.
Leikurinn hefst á Nesfisk-vellinum klukkan 14:00.

Mikil spenna ríkir á toppi deildarinnar þar sem Leiknir F., Vestri og Selfoss eiga í harðri baráttu um sæti í Inkasso deildinni á næsta ári.

Okkar menn sitja um miðja deild en leikmenn eru staðráðnir í að enda tímabilið vel.

Áfram Dalvík/Reynir!