Sigur gegn KA 3

Í gærkvöldi lék Dalvík/Reynir gegn spræku liði KA 3 í Kjarnafæðismótinu.
Leikið var í Boganum á Akureyri.

Dalvík/Reynir var heilt yfir sterkari aðilinn þrátt fyrir að ungt og sprækt KA lið hafi átt sín tækifæri.
Fyrsta mark leiksins kom strax á 11. mínútu leiksins en markið gerði Atli Fannar Írisarson. Þannig var staðan í hálfleik.

Í síðari hálfleik bættu leikmenn D/R við tveim mörkum en annað þeirra var sjálfsmark og hitt gerði Sveinn Margeir Hauksson. Í millitíðinni náðu KA-menn að minnka muninn, en til gamans má geta að það var Dalvíkingurinn Gunnlaugur Rafn Ingvason sem gerði mark þeirra KA manna.

Lokastaða því 3-1 sigur D/R.
Nokkur ný andlit léku með Dalvík/Reyni í þessum leik. Nokkrir leikmenn hafa verið að æfa með liðinu að undanförnu og verður spennandi að sjá með framhald þeirra.

Hér má sjá leikskýrlslu leiksins

Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn, gegn góðu liði Hattar/Hugins.

Aðrar fréttir