Sigur gegn Magna í Kjarnafæðismótinu
Í gærkvöldi lék Dalvík/Reynir sinn annan leik í A-deild Kjarnafæðismótsins. Að þessu sinni var leikið við Magna frá Grenivík.
Leikurinn endaði með 2-3 sigri okkar manna, en mörkin skoruðu þeir Steinar Logi Þórðarsson (víti), Pálmi Heiðmann Birgisson & Þorvaldur Daði Jónsson.
Sá síðast nefndi er lánsmaður úr 2.flokk KA.
Nokkur ný andlit voru í leikmannahópi Dalvíkur/Reynis í þessum leik, t.a.m. Valdimar Daði Sævarsson sem er strákur fæddur 2002 og spilar fyrir KR. Valdimar á ættir sínar að rekja til Dalvíkur en hann er afabarn Rósu & Valdimars Bragasonar.
Rúnar Freyr Þórhallsson hefur verið að æfa með liðinu undanfarnar vikur sem og markmaðurinn Aron Ingi Rúnarsson, sem spilaði fyrir Dalvík/Reyni sumarið 2016.
Rúnar er Seyðfirðingur og Aron lék síðast með Þór Akureyri en stundar nú nám í Bandaríkjunum.
Að auki hafa nokkrir lánsmenn úr 2.flokki KA fengið að spreyta sig með liðinu.
Leikskýrslu leiksins má nálgast hér
Næsti leikur liðsins er gegn Völsungi en hann verður laugardagin 4. janúar klukkan 19:15