Sigur í Mjólkurbikarnum

Það má segja að sumarið hafi hafist fyrir alvöru í dag þegar okkar menn í Dalvík/Reyni tóku á móti Samherjum í Mjólkurbikarnum.
Leikið var í frábæru veðri og við glæsilegar aðstæður á Dalvíkurvelli.

Leiknum í dag lauk með 7-1 sigri okkar manna gegn lánlitlum Samherja-mönnum úr Eyjafjarðarsveit.
Gunnar Darri Bergvinsson gerði sér lítið fyrir og setti þrennu í fyrrihálfleik. Ottó Björn Óðinsson gerði tvö mörk og þeir Jóhann Örn Sigurjónsson og Gunnlaugur Bjarnar Baldursson gerðu sitt markið hvor.

Dalvík/Reynir tekur því á móti KF í 2.umferð Mjólkurbikarsins, en sá leikur verður um næstu helgi á Dalvíkurvelli.

Íslandsmót 3. deild karla hefst svo 8. maí.

Gunnar Darri Bergvinsson gerði þrennu í dag

Aðrar fréttir