Sigur í síðasta leik Kjarnafæðismótsins

Dalvík/Reynir lék í gærdag sinn síðasta leik í Kjarnafæðismótinu þetta árið. Leikið var gegn spræku liðið KA2.

KA-menn byrjuðu leikinn töluvert betur og áttu nokkur góð marktækifæri. Undir lok fyrrihálfleiks gerðu okkar menn skyndilega tvö mörk. Í síðari hálfleik voru KA menn meira með boltann og náðu að pota inn einu marki.
Leikurinn endaði hinsvegar með 2-1 sigri okkar manna.
Mörkin gerðu þeir Númi Kárason og Jón Heiðar Magnússon.
Sveinn Margeir Hauksson gerði mark KA-manna.

Hér má sjá stöðuna í A-riðli Kjarnafæðimótsins

Næstu verkefni D/R verða ekki fyrr en í lok febrúar þegar Lengjubikarinn hefst.