Sigurvegari Rokk leiksins!

Búið er að draga í Rokk-leiknum okkar á facebook.
Leikurinn snérist um að merkja inn þá aðila sem viðkomandi vildi bjóða með sér á Rokkhátíðina sem fer fram á laugardaginn.

Jónína Guðrún Jónsdóttir var svo heppin að vera dregin út og fær hún 5 frímiða á Rokkhátíðina, 5 drykki á barnum ásamt fráteknu borði fyrir sinn hóp!

Nú þegar eru vel yfir 150 miðar seldir í forsölu og stefnir allt í frábært kvöld. Söngvarar og hljómsveit hafa staðið í ströngu og er lofað mikilli skemmtun.

Ennþá er hægt að tryggja sér miða í forsölu hjá Jóhanni Má rokkstjóra á netfangi johann@dalviksport.is
Einnig verður hægt að kaupa miða við dyrnar.

Jónína Guðrún, Rokksigurvegari. Grípur hún í mic-inn á laugardaginn?