Sjáðu mörkin úr síðasta leik
Mikil umræða hefur skapast í íslensku fótboltasamfélagi eftir leik Dalvíkur/Reynis og Þróttar Vogum sem fór fram á Dalvíkurvelli á dögunum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en leikurinn hefur verið á milli tannana hjá fólki vegna dómaramistaka sem áttu sér stað undir lok leiksins.
Umræðan hefur að stóru leyti snúist um að Þróttarar hafi verið rændir sigri og aðrar misgáfulegar fullyrðingar settar fram þar í kjölfarið.
Þegar slíkar fullyrðingar eru settar fram teljum við að heildarmynd leiksins þurfi að vera skoðuð en ekki einstök atvik sem plantað er til fjölmiðla.
Án þess að réttlæta rangt með röngu þá má sjá stór atvik í meðfylgjandi myndbandi sem falla andstæðingum okkar í hag og er þá verið að tala um rangstöðu í jöfnunarmarki og ansi ódýran vítaspyrnudóm.
Dalviksport TV stefnir á að sýna myndbrot (highlights) úr leikjum liðsins í sumar og er stefnan sett á að streima völdum leikjum í beinni útsendingu. Nánar um það síðar.