Slagur á Dalvíkurvelli í kvöld

Í kvöld, fimmtudagskvöld 3. júní, fer fram leikur Dalvíkur/Reynis og Tindastóls í 3. deild karla.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Dalvíkurvelli.

Miðasala er opin á Stubb-appinu.
Við minnum fólk á að sinna persónubundnum sóttvörnum, grímuskylda er á vellinum og fara skal eftir öllum helstu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum.

Við minnum á að sjoppa er á staðnum til styrktar barna- og unglingaráði og þar verða t.d. Pizzur í boði í kvöld.

Leikurinn verður að öllu óbreyttu í beinni á DalviksportTV á Youtube, í boði Böggur ehf.

Við hvetjum fólk til þess að mæta á völlinn og standa við bakið á strákunum okkar.

Aðrar fréttir