Toppslagur í 3.deild: KH – DR

Á morgun, föstudaginn 29. júní, fer fram alvöru slagur í 3. deildinni. Þá halda okkar menn í D/R suður í Borg Óttans og heimsækja KH.
Leikið er á Valsvelli og hefjast leikar kl 20:00.

Bæði lið eru með 15 stig í 2-3 sæti deildarinnar, stigi á eftir KV sem er í toppsætinu. Þetta er því mikilvægur leikur fyrir bæði lið.
Sjá stöðuna í deildinni hér

Lið KH er að mörgum talið eitt af betri liðum deildarinnar í ár. Í liðinu má finna marga góða leikmenn en KH er í nánu samstarfi við Íslandsmeistara Vals.
Í leikmannahópi þeirra má t.a.m. finna leikmenn á borði við Ingólf Sigurðsson og Kolbeinn Kárason.

Við hvetjum stuðningsmenn D/R á höfuðborgarsvæðinu til að mæta á leikinn og hvetja okkar menn til sigurs!

ÁFRAM D/R!