Snjómokstur á Dalvíkurvelli – óskum eftir sjálfboðaliðum!

Knattspyrnudeild Dalvíkur óskar eftir sjálfboðaliðum á Dalvíkurvöll á þriðjudag og miðvikudag í þessari viku.
Stefnan er sett á að snjóhreinsa völlinn og svæðið í kringum völlinn vel.

Mikill snjór hefur safnast saman og völlurinn lítið notaður í desember og janúar.
Nú er hinsvegar komið að því að ráðast á snjóinn og opna svæðið.

Við óskum eftir sjálfboðaliðum á völlinn sem hér segir:
Þriðjudag 4. feb: 16:30 – 18:30 ca.
Miðvikudag 5. feb: 16:30 – 18:30 ca.

Stefnan er að hafa amk 1-2 snjóblásara inn á vellinum frá Einari&Bjögga og ásamt því labbar fólk með snjósköfurnar okkar á völlinn.
Gott væri ef fólk myndi grípa með sér snjóskóflur til þess að moka í kringum mörk og fleira.

Eins ef einstaklingar hér í bæ eiga snjóblásara mætti gjarnan koma með þá þar sem þeir nýtast vel við hreinun á malbikinu og svæði í kringum völlinn og flýta mikið fyrir.