Snorri Eldjárn framlengir samning sinn

Snorri Eldjárn

Þær gleðifréttir bárust á dögunum að maðurinn með bláa Dalvíkurhjartað en Kólumbíska blóðið, Snorri Eldjárn Hauksson, hefur skrifað undir nýjan samning við Dalvík/Reyni.

Snorri Eldjárn (fæddur 1991) hefur leikið alla leiki liðsins þetta sumarið en í vetur var hann mikið í Kólumbíu þar sem hann er að slá í gegn sem tónlistarmaður.

Snorri á að baki 174 meistaraflokksleiki og hefur skorað 11 mörk í þeim. Bróðurparturinn af þessum leikjum er fyrir heimafélag sitt, D/R.

Snorri er einn af ófáum uppöldum heimastrákum í leikmannahóp D/R þetta sumarið. Í hópnum er að finna í kringum 10 heimstráka og ásamt fleirum leikmönnum sem ýmist hafa tengingu við Dalvíkurbyggð eða hafa verið lengi í herbúðum félagsins.
Virkilega jákvæð þróunn.

Daufi…
Snorri Eldjárn Hauksson