Snorri Eldjárn knattspyrnumaður Dalvíkurbyggðar

Varnarmaðurinn hávaxni og fyrirliði Dalvíkur/Reynis, Snorri Eldjárn Hauksson, hefur verið tilnefndur sem Knattspyrnumaður ársins og verður því fulltrúi knattspyrnudeildar í tilnefningu á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar sem og Íþróttamanni UMSE.

“Snorri Eldjárn var fyrirliði meistaraflokks Dalvíkur/Reynis sem náði þeim frábæra árangri að standa uppi sem Íslandsmeistari í 3. deild karla sumarið 2018.

Grunnurinn að velgengni Dalvíkur/Reynis í sumar var sterkur og agaður varnarleikur. Snorri stjórnaði varnarleik liðsins að mikilli snilld en liðið fékk fæst mörk á sig í sumar ásamt því að halda markinu hreinu oftast af öllum liðum í 3.deildinni.
Snorri Eldjárn batt vörn okkar saman og var leiðtogi hópsins innan vallar sem utan.

Snorri, sem er uppalinn Dalvíkingur, er mikill íþróttamaður og býr hann yfir gífurlega miklum líkamlegum styrk og hraða. Forystuhæfileikar Snorra eru miklir og setur hann gott fordæmi fyrir yngri kynslóðina. Snorri Eldjárn er mikill félagsmaður og lék hann heilt yfir frábærlega í sumar. Hann er því vel að tilnefningunni kominn” segir í tilnefningu Knattspyrnudeildar Dalvíkur.

Til hamingju Snorri!

Aðrar fréttir