Spá 2. deild – 7. sætið
Nú er farið að styttast all hressilega í baráttuna í 2.deildinni en deildin byrjar laugardaginn 4. maí.
Einn aðal fótboltavefmiðill landsins, fotbolti.net, birtir þessa dagana spá sína fyrir 2. deild karla. Fótbolti.net birtir eitt lið á dag og skrifa þeir létta umfjöllun um hvert og eitt lið í deildinni.
Okkar mönnum í Dalvík/Reyni er spáð 7. sæti deildarinnar í ár.
Óskar Bragason, þjálfari Dalvíkur/Reynis, hafði þetta um spána að segja:
„Spáin er á pari við það sem ég bjóst við. Við erum nýliðar í deildinni, þannig að við rennum dálítið blint í sjóinn með styrk annara liða, sérstaklega liðanna á Suður- og Vesturlandi. En okkur hefur gengið ágætlega í vetur og vonandi getum við tekið það með okkur inn í mótið. Fyrsta markmið nýliða hlýtur alltaf að vera að halda sæti sínu í deildinni, en við þjálfarar, leikmenn og stjórn ætlum okkur meira en það. Við höldum því samt bara fyrir okkur. Við erum ánægðir með hópinn í dag, en við erum með augu og eyru opin ef eitthvað bíðst sem styrkir okkur.”
Fyrstu þrír leikir okkar manna í deildinni eru:
4. maí Þróttur Vogum – D/R
11.maí KFG – D/R
18.maí D/R – Leiknir F.