Spænskur leikmaður semur við Dalvík/Reyni
Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur gert eins árs samning við Spænska miðjumanninn Sergi Mengual Monzonis, eða Mengu eins hann er kallaður.
Megnu er 25 ára miðjumaður sem leikið hefur með Torrent CF í 3. deildinni á Spáni undanfarið.
Megnu er væntanlegur til landsins á næstu dögum og ætti að vera klár í slaginn þegar Dalvík/Reynir hefur leik í forkeppni Mjólkurbikarsins gegn Samherjum.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum nýjasta leikmanni liðsins.
Velkominn, Mengu!