Spænskur sóknarmaður semur við D/R

Spænski sóknarmaðurinn Ramon Gimenez Murillo hefur skrifað undir samning við Dalvík/Reyni og mun hann ljúka tímabilinu með liðinu.
Ramon er 25 ára gamall en hann getur leyst ýmsar stöður framarlega á vellinum.

Ramon er nú þegar kominn með leikheimild með Dalvík/Reyni og verður spennandi að fylgjast með honum út tímabilið.

Margir leikir eru framundan með stuttu millibili og ljóst er að 2. deildin verður spennandi fram að loka mínútu mótsins.
Okkar menn unnu gríðarlega mikilvægan sigur gegn ÍR í síðasta leik en næstu leikir liðsins eru gegn KF (mið. 2. sept) og Víði G. (sun. 6. sept).

Velkominn Ramon!

Áfram Dalvík/Reynir !

Aðrar fréttir