Sterkur sigur á heimavelli
Í kvöld tók Dalvík/Reynir á móti Sindramönnum. Leikið var á blautum Dalvíkurvelli en góð mæting var á völlinn og stemningin til fyrirmyndar.
Stuðningsmannafélagið Brúinn héldu uppi stuðinu – þvílíkir öðlingar.
Fátt markvert gerðist í fyrrihálfleik og voru heimamenn heilt yfir heppnir að fara inn í hálfleikinn með 0-0 stöðu.
Í þeim síðari mættu leikmenn D/R áræðnari til leiks. John Connolly, markmaður D/R, sá reyndar um að halda okkar mönnum inn í leiknum með tveim frábærum vörslum. Eftir þetta fóru heimamenn að herða tökin og Nökkvi Þeyr kom okkur yfir með marki eftir skyndisókn á 68. mínútu. Þetta var tíunda mark Nökkva í deildinni í sumar í 9 leikjum. Á 74. mínútu leiksins tvöfaldaði svo Þorri Mar forystu okkar með skoti frá vítateig eftir góða sókn okkar manna.
Undir lok leiksins fékk svo sjúkraþjálfari Dalvíkur/Reynis rautt spjald og hefur það vakið mikla athygli fjölmiðla, eðlilega.
Staðreyndin því 2-0 sterkur heimasigur.
Sigurinn skilar Dalvík/Reyni á toppinn í deildinni með 25 stig.
Hér má sjá leikskýrslu leiksins.
Hér má sjá stöðuna í deildinni.
Ástríðan er á Dalvík #fotboltinet pic.twitter.com/cFN4NPdMke
— Ívar (@ivarbenjaminss) July 22, 2018