Sterkur sigur gegn KH (myndir)

Á föstudaginn síðastliðinn héldu okkar menn suður á land og spiluðu við KH. Fyrir leik voru liðin saman í 2-3 sæti deildarinnar með 15 stig.
Leikið var á glæsilegum gervigrasvelli á Hlíðarenda við toppaðstæður.

Í byrjun leiks voru bæði lið að þreifa fyrir sér og leikurinn í járnum. Dalvík/Reynir fékk þó hættulegri færi.
Undir lok fyrrihálfleik fengu okkar menn vítaspyrnu eftir að brotið var á Sveini Margeiri. Á punktinn fór Nökkvi Þeyr og skoraði af miklu öryggi.
Staðan í hálfleik því 0-1.

Í síðari hálfleik komu KH menn sterkir til leiks, án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri.
Á 65. mínútu var Nökkva vikið af velli með beint rautt spjald og leikmenn D/R því orðnir 10 á mót fullskipuðu og vel mönnuðu KH liði.
Restin af leiknum einkenndist af miklum og sterkum varnarleik hjá D/R. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir KH manna að brjóta vörn okkar á bak aftur tókst það ekki og sigldi því D/R sterkum 0-1 sigri í höfn.

Hér má sjá leikskýrlu úr leiknum

Næsti leikur:

Nágrannaslagur að bestu gerð!

Dalvík/Reynir – KF
Fimmtudaginn 5. júlí
Kl. 19:15
Dalvíkurvöllur

Hér má sjá myndir úr leiknum sem Haukur Snorrason tók

Aðrar fréttir