Strandarmót Jako um helgina

Á laugardaginn n.k. mun Strandarmót Jako fara fram. Mótið verður haldið á Dalvíkurvelli og leikur 8. flokkur fyrir hádegi og 7.flokkur eftir hádegi.

10 félög eru skráð á Strandarmótið í ár, liðin eru 86 og keppendur um 400 talsins.

Leikjaniðurröðun mótsins er klár og hægt er að sjá hana hér:
8. flokkur – https://tinyurl.com/strandarmot8flokkur
7. flokkur – https://tinyurl.com/strandarmot7flokkur

Allar nánari tilkynningar og upplýsingar má finna á Facebook-síðu mótsins (https://www.facebook.com/strandarmotid)

Að móti loknu fá keppendur verðlaunapening, þátttöku gjöf, grillaða pylsu, drykk, íspinna og frítt í sund.

Á föstudagskvöldinu á Dalvík/Reynir heimaleik gegn Vængjum Júpíters. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Vonandi sjáum við sem allra flesta á Dalvíkurvelli um helgina.

Aðrar fréttir