Strandarmótið 2018

Strandarmótið okkar tókst með afbrigðum vel þar sem margar hendur unnu mikið og þarft verk fyrir klúbbinn. Í 25 ár hefur fólk mætt á hinn fornfræga Árskógsvöll Reynismanna og notið gleði og gæðaleikja yngstu og ástríðufyllstu leikmanna Norðurlands. Megi svo áfram verða með þátttöku og vinnuframlagi foreldra barna sem æfa knattspyrnu í Dalvíkurbyggð.

Þegar þjálfarar og skipuleggjendur knattspyrnumóta gera drög að leikjaáætlun og riðlaskiptingum er markmiðið alltaf að öll lið leiki gegn jafningjum og stutt sé á milli leikja. Núorðið tekst það á flestum mótum sem ég sæki sem foreldri eða þjálfari.

Lið 7. flokks UMFS Dalvíkur voru þrjú á mótinu. Dalvík 1 og Dalvík 2 tóku nánast eingöngu þátt í jöfnum leikjum. Þegar mót spilast þannig læra leikmenn hvað mest um eðli leiksins. Dalvík 3 var skipað leikmönnum sem flestir hófu knattspyrnuiðkun núna í sumar og áttu mun erfiðar uppdráttar hvað úrslit leikja varðar. Leikmennirnir létu það ekki á sig fá og léku af krafti til síðasta leiks.

Sama hvernig gengur verðum við þjálfarar og forráðamenn leikmanna að ala á því að knattspyrnan sé fyrst og fremst til gamans og sama á hvaða getustigi eða aldri leikmenn eru má metnaður eða aðrar hvatir ekki skyggja á gleðina sem á að fylgja því að vera saman á milli leikja í misjöfnum veðrum, senda góðar sendingar í leikjum, þvæla, tækla, rekja boltann, skora, verjast, fulla sér í marki, hrósa liðsfélögum og standa saman innan vallar sem utan.

Takk öllsömul fyrir nákvæmlega svona mót og framkomu sem ég lýsi hér að ofan.

Leikmenn Dalvíkur á Strandarmótinu 2018:

  1. Hilmar
  2. Hákon Bragi
  3. Patryk
  4. Arnór Darri
  5. Stefán Darri
  6. Hafdís
  7. Hilmir
  8. Arnór Atli
  9. Egill
  10. Anton
  11. Barri
  12. Sveinn
  13. Hólmar
  14. Eyrún
  15. Sunna
  16. Valgerður Fríður
  17. Sóldís
  18. Þröstur
  19. Valur

Elmar Sindri Eiríksson, þjálfari UMFS Dalvík.

Aðrar fréttir