Strandarmótinu frestað

Hinu árlega Strandarmóti, sem fram átti að fara 18.júlí næstkomandi, hefur verið frestað fram á haustið vegna aðstæðna í landinu.

Stjórn Barna- og unglingaráðs ásamt yfirþjálfara tóku þá ákvörðun að ábyrgast í stöðunni væri að fresta mótinu þar til öruggara er að bjóða yfir 1000 manns í heimsókn.
Auðvelt er að færa þetta dagsmót til og halda það í haust þegar, vonandi, öruggara verður að safna fólki saman.

Þetta verður ekki varanlegt breyting á mótinu og stefnum við á að halda Strandarmótið 2021 með hefðbundnu sniði um miðjan Júlí.

Nánari upplýsingar koma um nýja dagsetningu síðar og verður það vel auglýst.

Stjórn Barna- og unglingaráðs

Aðrar fréttir