Styttist í Fiskidagsleikinn

Næsti leikur Dalvíkur/Reynis er að sjálfsögðu Fiskidagsleikurinn en leikið verður fimmtudaginn 9.ágúst kl 19:00 á Dalvíkurvelli.

Að þessu sinni munu vesturbæingar í KV koma í heimsókn á Fiskidaginn.

Upphitun fyrir ársmiðahafa, stuðningsmenn og styrktaraðila mun hefjast klukkutíma fyrir leik en hún verður nánar auglýst síðar.

Hamborgarar verða grillaðir og seldir gestum og gangandi á gjafaprís.
Það eru stórstjörnurnar Fíllinn og Biggó sem munu standa grillvaktina!

Aðrar fréttir