Styttist í fyrsta leik

Aðeins 3 dagar eru í fyrsta leik sumarsins en í fyrstu umferð eiga okkar menn útileik gegn Augnablik.
Leikið verður í Fífunni og hefst leikurinn klukkan 14:00 á laugardaginn.

Leikmannahópurinn er vel innstilltur á komandi verkefni en nokkrir lykil leikmenn eru að slást við meiðsli og óvíst með þáttöku þeirra í fyrsta leik.

Um þessar mundir stendur vefsíðan fótbolti.net fyrir spá sumarsins í 3.deild. Í dag birtist fyrsti hlutinn en þar kom í ljós að D/R er spáð 9.unda sætinu.
Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari D/R, hafði þetta um málið að segja:
„Spáin kemur okkur ekkert á óvart miðað við gengi liðsins síðustu tímabil. Nú er það bara okkar að afsanna hana. En ég held að deildin verði mjög jöfn og spennandi. Við höldum okkar markmiðum út af fyrir okkur en við ætlum að sjálfsögðu að gera betur en í fyrra. Hópurinn er nánast klár. Það gætu dottið inn 1-2 leikmenn fyrir tímabilið.

Aðrar fréttir