Styttist í Strandarmót

Strandarmót JAKO fer fram í fyrsta skipti á Dalvíkurvelli í sumar. Undanfarin áratug eða svo hefur mótið farið fram á Árskógsvelli en í fyrra féll mótið féll niður í fyrra vegna Covid.

Mótið verður haldið laugardaginn 17. júlí á Dalvíkurvelli. Mótið er fyrir yngstu fótboltastjörnurnar, stelpur og stráka í 7. og 8. flokki.

Skráning á mótið hefur gengið vel og er skipulagning í fullum gangi.

Breyting hefur orðið á leikfyrirkomulagi mótsins en ákveðið hefur verið að spila 3-manna bolta í 8. flokki, en 5-manna bolta í 7. flokki.

Aðrar fréttir