Sveinn Margeir semur við KA – lánaður út sumarið

Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur gengið frá sölu á Sveini Margeiri Haukssyni, leikmanni Dalvíkur/Reynis, til KA.
Sveinn Margeir verður aftur á móti lánaður til Dalvíkur/Reynis og mun hann því klára tímabilið Dalvík.

Sveinn Margeir skrifaði undir samning til 2022 við KA-menn nú síðdegis í dag.

Sveinn Margeir hefur vakið áhuga liða úr efri deildum með frammistöðu sinni undanfarin tvö tímabil. Sveinn hefur verið lykilmaður í Dalvíkurliðinu en nokkur lið úr Pepsi-deildinni höfðu áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir.

Við óskum Sveini og KA-mönnum til hamingju en hlökkum jafnframt til að sjá hann spila í bláa búningnum út sumarið!