Sveinn Margeir tilnefndur til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar

Knattspyrnumaðurinn knái, Sveinn Margeir Hauksson, hefur verið tilnefndur til Íþróttamanns ársins fyrir hönd Knattspyrnudeildar Dalvíkur. Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Bergi þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 17:00.

Sveinn Margeir átti frábært tímabil með Dalvík/Reyni í 2. deildinni s.l. sumar. Sveinn vakti mikla athygli fyrir framistöðu sína og vakti hann áhuga hjá Pepsi-deildarliðum sem endaði svo með því að KA keypti leikmanninn af Dalvík/Reyni.

Sveinn var valinn efnilegasti leikmaður Dalvíkur/Reynis á lokahófi félagsins.

Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um kjör á íþróttamanni ársins skal fara fram íbúakosning sem gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði. Kosning fer fram með þeim hætti að allir sem eru orðnir 15 ára geta kosið og er það gert í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.

Hægt verður að kjósa um íþróttamann ársins til og með sunnudagsins 12. janúar 2020.

Samanlögð kosning íbúa og fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði mun svo ráða úrslitum um það hver verður kjörinn

Tilnefningar Íþróttagrein
Amanda Guðrún Bjarnadóttir Golf
Andrea Björk Birkisdóttir Skíði
Elín Björk Unnarsdóttir Sund
Ingvi Örn Friðriksson Kraftlyftingar
Svavar Örn Hreiðasson Hestar
Sveinn Margeir Hauksson Knattspyrna

Sveinn Margeir í leik með Dalvík/Reyni

Aðrar fréttir