Tap í bikarleik

Dalvík/Reynir er úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið eftir tap gegn KF í fyrstu umferð.

Leikurinn endaði með 1-2 sigri KF en sigurmark leiksins kom í blá lokin.

Dalvík/Reynir léku manni færri síðasta korterið í leiknum eftir að Rúnar Freyr Þórhallsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Mark okkar manna gerði Áki Sölvason.

Hér má sjá leikskýrslu leiksins

Okkar menn hafa núna tvær vikur til að stilla saman strengi sína en fyrsti leikur í deild verður laugardaginn 20. júní þegar Þróttur Vogum kemur í heimsókn á Dalvíkurvöll.