Tap í fyrsta leik – Frábærir stuðningsmenn

Dalvík/Reynir tapaði sínum fyrsta leik í 3.deildinni þetta sumarið. Leikið var í Fífunni í Kópavogi gegn Augnablik. Lokatölur leiksins voru 3-1.

Í fyrrihálfleik réð Dalvík/Reynir lögum og lofum en inn vildi boltinn ekki. Markstöngin og markmaður Augnabliks var þá helsta fyrirstaðan. 0-0 í hálfleik.
Í seinnihálfleik kom hinsvegar gífurlega slæmur 12 mínútna kafli hjá okkar mönnum sem orsakaði að staðan var skyndilega orðin 3-0 fyrir heimamönnum.
Eftir þetta var róðurinn þungur en Þorri Mar Þórisson náði að klóra í bakkann fyrir okkar menn með sínu fyrsta meistaraflokksmarki og fyrsta marki fyrir D/R.

Lokatölur því 3-1 tap.
Skýrsluna úr leiknum má sjá HÉR

Gaman var að sjá að mikil stemning er að myndast fyrir liðinu okkar en á leikinn mætti vaskleg stuðningsmannasveit sem hélt uppi fjörinu allan leikinn. Höfðu heimamenn í Augnabliki sérstaklega orð á því hversu flottir þeir væru og tóku þeir stemninguna upp um mörg þrep.
Vel gert strákar, vonandi er þetta eitthvað sem koma skal.

Aðrar fréttir