Þétt setinn Maí mánuður

Það hefur eflaust ekki farið framhjá fólki að mikið líf hefur verið á Dalvíkurvelli undanarið.
Íslandsmótið er farið af stað í yngriflokkum sem og hjá meistaraflokki D/R. Einnig hafa önnur félög hafa leitað til okkar og spilað heimaleiki sína í fyrstu umferðum Íslandsmótsins á Dalvíkurvelli, þar sem þeirra vellir eru ekki orðnir leikfærir.

Maí mánuður er gríðarlega þétt setinn á Dalvíkurvelli en í dag eru skráðir 28 leikir á Dalvíkurvöll í maí, og fleiri leikir gætu bæst við!

Okkar menn í Dalvík/Reyni hófu leik í 3. deildinni um síðustu helgi þar sem D/R fór með 4-0 sigur af hólmi.
Íslandsmót yngriflokka er einnig farið á fullt. Dalvík og KF tefla fram sameiginlegu liði í flestum flokkum.
KA menn hafa leikið sína leiki í Bestudeildinni á Dalvíkurvelli hingað til og er leikur í kvöld gegn FH. Sá leikur hefst klukkan 19:15 á Dalvík.
Magni Grenivík tók á móti Ægi á Dalvíkurvelli í fyrstu umferð 2. deildar og um næstu helgi mun KF taka á móti ÍR.

Þar að auki er fjöldi allur af æfingum hjá öllum okkar flokkum ásamt gestaliðum sem æfa stöku sinnum á vellinum.

Sjálfboðaliðar knattspyrnudeildar hafa unnið mikið þrekvirki í að halda starfinu gangandi. Enginn starfsmaður er hjá félaginu í daglegum rekstri eða umsýslu, og er það mikil synd. Þau mál hafa verið í umræðunni undanfarna daga og vikur og hafa forráðamenn Knattspyrnudeildar m.a. fundað með öllum flokkum sem eru í framboði til sveitastjórnakosninga og farið yfir málin og pressa verður sett á að þessi mál komist í betri farveg, áður en illa fer.

Við grófa yfirferð má áætla að um 55þúsund manns hafi mætt á íþróttasvæðið okkar árið 2021 og reiknum við fastlega með að sú tala verði mun hærri í ár.

Aðrar fréttir