Þjálfaranámskeið á Akureyri

Síðasta tækifæri til að skrá sig á KSÍ II þennan veturinn:
KSÍ II þjálfaranámskeið verður haldið á Akureyri 23.-25. nóvember 2018.

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 23.-25. nóvember 2018. Námskeiðið fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs, og í knattspyrnuhúsinu Boganum. Um er að ræða síðasta KSÍ II námskeiðið á þessu ári.

Þátttökurétt hafa allir sem setið hafa KSÍ I þjálfaranámskeið og eru með 1. stigs þjálfararéttindi.

Námskeiðið kostar 19.000 kr.
Hægt er að nálgast dagskrá námskeiðisins á vefsíðu KSÍ.

Opið er fyrir skráningu á námskeiðið og fer skráning fram hér

Aðrar fréttir