Þórir ekki áfam með liðið – þjálfaraleit stendur yfir

Þórir Guðmundur Áskelsson, sem tók við liði Dalvíkur/Reynis undir lok tímabilsins, verður ekki áfram þjálfari liðsins. Þetta staðfesti Stefán Garðar Níelsson, formaður stjórnar Knattspyrnudeildar.

“Þórir kom inn með kraft, gleði og aga inn í okkar starf á erfiðum tímapunkti undir lok tímabilsins. Því miður náði hann ekki að stýra liðinu upp í öruggt sæti. Nú er það hinsvegar ljóst að Þórir mun ekki gefa færi á sé í áframhaldandi starf fyrir félagið og kunnum við honum bestu þakkir fyrir hans framlag í sumar” sagði Garðar.

Þjálfaraleit stendur nú yfir og hafa nokkur nöfn verið orðuð við starfið. Dalviksport.is mun birta fréttir af þjálfaramálum þegar þær liggja fyrir.

Takk fyrir sumarið, Þórir!

Aðrar fréttir