Þorri og Nökkvi í Dalvík/Reynir (STAÐFEST)

Þær frábæru fréttir hafa borist að bræðurnir Þorri Mar Þórisson og Nökkvi Þeyr Þórisson hafa samið við Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis og munu leika með liðinu í sumar.
Bræðurnir koma til liðs við Dalvík/Reyni frá Þýska liðinu Hannover96 þar sem þeir hafa spilað undanfarin ár.
Þorri og Nökkvi hafa leikið fyrir U17 og U19 ára lið Hannover96 og staðið sig vel en ákváðu að taka skrefið til Íslands í sumar og spila fyrir sitt heimafélag.

Strákarnir, sem fæddir eru árið 1999, eru báðir sóknarmenn og koma vonandi til með að styrkja lið Dalvíkur/Reynis mikið.

„Það er mikið fagnaðar efni þegar heimamenn snúa til baka og við lítum á þetta sem sterk skilaboð að ná í Þorra og Nökkva. Við horfum á þetta sem stórt tækifæri fyrir okkar starf. Bræðurnir og þeirra foreldrar sýna okkur jafnframt mikið traust með þessari ákvörðun. Þetta eru ungir og spennandi leikmenn sem eru rétt að hefja sinn feril og við höfum mikla trú á þessum strákum“ segir Garðar Níelsson, formaður Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis.

Þorri Mar er nú þegar kominn með leikheimild með Dalvík/Reyni en vonast er til þess að leikheimild fyrir Nökkva detti í hús fyrir fyrsta leik sumarsins, sem er á laugardaginn 12. maí gegn Augnablik.

Nánar verður rætt við drengina síðar og birtum við viðtal við þá á allra næstu dögum.

ÁFRAM DALVÍK/REYNIR
Hugrekki – Samvinna – Vinnusemi – Virðing

Þorri Mar Þórisson

Nökkvi Þeyr Þórisson

Aðrar fréttir