Þriðja jafnteflið í röð

Í gærkvöldi tóku heimamenn í D/R á móti Einherja frá Vopnafirði. Flott mæting var á völlinn og stemningin góð.

Fannar Daði Malmquist Gíslason skoraði fyrsta mark leiksins leiksins um miðbik fyrrihálfleiks en fyrir það áttu leikmenn m.a. þrjú stangarskot og nokkur góð marktækifæri sem ekki náði að nýta.
Í síðari hálfleik byrjuðu leikmenn D/R að miklum krafti og áttu fjölmörg góð færi. Inn vildi boltinn ekki og til að gera langa sögu stutta þá var þetta ekki okkar dagur.
Einherjamenn náðu að jafn metin eftir klukkutíma leik og þannig enduðu leikar, 1-1 súrt jafntefli.

Næsti leikur er strax á sunnudaginn gegn Vængjum Júpíters fyrir sunnan.

ÁFRAM D/R