Þrír leikmenn framlengja samninga

Þeir Steinar Logi Þórðarson, Fannar Daði Malmquist Gíslason og Jón Björgvin Kristjánsson hafa allir skrifað undir nýja samninga við Dalvík/Reyni.
Leikmennirnir gera allir tveggja ára samninga við félagið.

Steinar Logi Þórðarsson lék í sumar sinn hundraðasta leik fyrir félagið en hann er 25 ára varnarmaður. Hann hefur verið einn dyggasti leikmaður liðsins undanfarin ár og einn af máttarstólpum hópsins. Hann hefur verið leikmaður liðsins síðan 2013.
Í sumar lék hann 18 leiki í deild og bikar.

Fannar Daði Malmquist Gíslason er 22 ára sóknarmaður. Fannar lék 14 leiki á nýliðnu tímabili og skoraði eitt mark. Fannar átti við meiðsli að stríða sl. vetur en er nú kominn á fullt og er til mikils ætlast af honum.
Tímabilið 2017 var Fannar besti leikmaður liðsins og skoraði þá 6 mörk.

Jón Björgvin Kristjánsson kom til liðs við D/R á miðju sumri í fyrra. Jón Björgvin er 26 ára miðjumaður og einn af lykilmönnum liðsins, innanvallar sem utan.
Jonni, sem er uppalinn Skagamaður, lék 19 leiki sl. sumar í deild og bikar.

Við færum ykkur frekari fréttir af leikmannamálum á næstu dögum.

Áfram Dalvík/Reynir
Hugrekki – Samheldni – Vinnusemi – Virðing

Aðrar fréttir