Þröstur Mikael semur til tveggja ára

Dalvíkingurinn grjótharði Þröstur Mikael Jónasson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Dalvík/Reyni. Þröstur kemur til liðs við D/R frá Grindavík.

Þröstur kom á láni um mitt síðastliðið sumar og sýndi þar hversu mikilvægur hann er okkar liði. Hann lék 14 leiki og gerði í þeim 5 mörk í 3.deildinni s.l. sumar og á lokahófi félagsins var hann kosinn Brúamaður ársins, valið af stuðningsmönnum félagsins.

Þröstur er 22 ára miðjumaður sem leikið hefur 132 leiki og gert í þeim 14 mörk. Hann kemur kemur með mikla orku og gæði inn í leikmannahópinn og verður spennandi að fylgjast með honum í bláu treyjunni í sumar.

Frekari fréttir eru væntanlegar á næstu dögum varðandi leikmannamál.

Velkominn heim, Þröstur!

Aðrar fréttir