Tímabilinu lokið
Nú um helgina fór fram síðasta umferð 2.deildar karla tímabilið 2019. Töluverð spenna var í toppbaráttu deildarinnar en Leiknir F., Vestri og Selfoss áttu öll möguleika á að fara upp um deild.
Okkar menn í Dalvík/Reyni léku síðasta leikinn þetta sumarið í Garðinum gegn heimamönnum í Víði. Leikið var við erfiðar aðstæður þar sem völlurinn var gífurlega blautur og vindur gerði fólki lífið leitt.
Leikurinn endaði með 2-1 sigrin Víðis manna en mark okkar gerði Borja López Laguna úr vítaspyrnu.
Hér má sjá leikskýrslu leiksins.
Dalvík/Reynir klárar tímabilið í 8. sæti deildarinnar með 29 stig.
Þegar á heildarmyndina er litið er gott tímabil að baki, þó svo að lokakafli mótsins hafi mátt skilað fleiri stigum.
Hér að neðan má sjá lokastöðu 2.deildar 2019.
Lokahóf félagsins fer svo fram á laugardaginn n.k.
Að lokum óskum við Leikni F. og Vestra til hamingju með sætið í Inkasso-deildinni á næsta ári.