Toppslagur í Pepsi Max á Dalvíkurvelli

Toppslagur milli KA og Víkings Reykjavíkur mun fara fram á Dalvíkurvelli föstudaginn 21. maí klukkan 18:00.
Miðasala á leikinn mun fara fram í gegnum Stubb appið.

KA menn hafa verið í vandræðum með sinn heimavöll og hafa því leitað til Dalvíkur.
Þeir léku fyrsta heimaleik sinn í 3. umferð einnig á Dalvíkurvelli þegar þeir unnu 3-0 sigur á Leikni Reykjavík.

Það verður því nóg um að vera á Dalvíkurvelli um helgina þar sem okkar menn í Dalvík/Reyni eiga leik á laugardeginum gegn Ægi Þorlákshöfn.
Sá leikur hefst klukkan 14:00.

Einnig má benda á að yngriflokkar Dalvíkur eiga leiki á Dalvíkurvelli um helgina og því nóg um að vera á svæðinu okkar!

Mynd: Þórir Tryggva
Mynd úr leik KA og Leiknis R. úr Pepsi Max deild karla, 3. umferð.

Aðrar fréttir