Toppslagur í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli
Sunnudaginn 20. júní fer fram toppslagur í Pepsi Max deild karla á Dalvíkurvelli þegar KA og Valur mætast.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 og fer miðasala fram í gegnum Stubb-appið.
Greifavöllur, heimavöllur KA manna, er ekki tilbúinn í slaginn þrátt fyrir að liðið sé langt fram á júní mánuð og verður leikurinn því spilaður á Dalvíkurvelli.
Þetta verður því þriðji heimaleikur KA á Dalvíkurvelli en áður höfðu Leiknir R. og Víkingur komið í heimsókn.
Frábærar fréttir fyrir okkar svæði og verður gaman að fá Íslandsmeistara Vals í heimsókn og hvetjum við fólk til að fjölmenna á völlinn.
Á sama tíma eru okkar menn í Dalvík/Reyni að leika fyrir sunnan gegn KFG.