Torsóttur sigur í Þorlákshöfn

Á laugardaginn síðast liðinn lék Dalvík/Reynir í Þorlákshöfn. Leikurinn var liður af 12. umferð Íslandsmóts 3. deildar. Leikið var við frábærar aðstæður á rennisléttum unglingalandsmótsvelli, smá rigning og logn.

Leikurinn var aðeins um 12 mínútna gamall þegar blondínan Jóhann Örn Sigurjónsson skoraði gott skallamark eftir flotta sókn hjá D/R.
Heilt yfir voru okkar menn sterkari í fyrri hálfleiknum. Ægismenn náðu ekki að skapa sér mörg marktækifæri sem ógnuðu marki okkar manna mikið.
Staðan í hálfleik var því 0-1.

Í þeim fyrrihálfleik lögðu leikmenn D/R aftarlega á völlinn og vörðust vel. Ægismenn voru meira með boltann og náðu að skapa sér nokkur ágæt marktækifæri en heilladísirnar voru hliðhollar okkar mönnum. Eftir um klukkutíma leik var leikmanni Ægis vikið af velli og D/R kláraði leikinn því einum manni fleirri.
Það sem eftir lifði leiks fengu okkar menn góð færi til að ganga frá leiknum en inn vildi boltinn ekki.

Lokastaða því 0-1 torsóttur en sætur sigur í Þorlákshöfn.

Hér má sjá leikskýrsluna úr leiknum
Hér má sjá stöðuna í deildinni

Þessi úrslit þýða það að D/R eru á toppi deildarinnar með 28 stig, KH í 2. sæti með 23 stig og KFH í 3. sæti með 21 stig.
Í næstu umferð er innbyrgðis leikur milli KH og KFG en D/R tekur á móti KV á fimmtudeginum fyrir Fiskidag.

ÁFRAM D/R

Aðrar fréttir