Tveir nýjir leikmenn í Dalvík/Reyni

Gluggadagurinn er ávalt fjörugur en knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis hefur samið við tvo nýja leikmenn fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.

Annar leikmaðurinn heitir Joan „Gianni“ De Lorenzo Jimenez og er 29 ára væng- og sóknarmaður.
Hann kemur til liðs við Dalvík/Reyni frá Spænska liðinu AD Unión Adarve.
Gianni er reynslumikill leikmaður og honum er ætlað stórt hlutverk í liði Dalvíkur/Reynis í sumar.

Hinn leikmaðurinn ætti að vera stuðningsmönnum liðsins vel kunnugur en það er Kristján Freyr Óðinsson.
Stjáni kemur til liðs við okkur frá Hetti á Egilsstöðum en í fyrra lék Kristján með Fjarðabyggð í 2. deildinni.
Kristján spilaði með Dalvík/Reyni árið 2014, þá sem lánsmaður frá KA, og svo aftur tímabilin 2016 & 2017.
Kristján á að baki yfir 40 leiki fyrir D/R.

Báðir þessir leikmenn eru komnir með leikheimild með liðinu og verða löglegir í næsta leik liðsins gegn Leikni F. á laugardaginn næsta.
Sá leikur verður spilaður í Boganu og hefst hann kl. 18:30.

ÁFRAM DALVÍK/REYNIR