Tveir Spánverjar í Dalvík/Reyni (Staðfest)

Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis hefur samið við tvo spænska leikmenn og munu þeir því leika með liðinu í 2.deild í sumar.

Annar leikmannanna heitir Alberto Aragoneses og er markvörður. Alberto er fæddur 1993 og hefur töluverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Alberto kemur til liðs við Dalvík/Reyni frá Spænska liðinu SAD Villaverde San Andrés.
Alberto er væntanlegur til landsins í lok febrúar.

Hinn leikmaðurinn heitir Borja López Laguna og er miðjumaður. Borja López er fæddur 1994 en hann getur leyst ýmsar stöður á miðsvæðinu.
Borja er hávaxinn og líkamlega sterkur leikmaður en hann kemur til liðs við Dalvík/Reyni frá Spænska liðinu S.D Canillas. 
Borja López kemur m.a. í gegnum unglinga-akademíur hjá stórliðunum Rayo Vallecano og Real Madrid.
Borja López er væntanlegur til landsins í mars.

„Við erum gífurlega ánægðir með að hafa nælt í þessa leikmenn og trúum því að þeir muni færa okkur ákveðna þætti sem hefur vantað í okkar leik. Við vildum bæta ákveðnum týpum og eiginleikum við okkar flotta hóp. Við töldum okkur þurfa slíka styrkingu, byggja í kringum okkar efnilegu leikmenn og til þess að vera samkeppnishæfir í þessari erfiðu deild“ sagði Óskar Bragason, þjálfari Dalvíkur/Reynis.

Við bjóðum Borja og Alberto velkomna!

HUGREKKI – SAMHELDNI – VINNUSEMI – VIRÐING