Saga Dalvík/Reynir
Árið 2005 var ákveðið af nokkrum fótboltaáhugamönnum í Dalvíkurbyggð að samstarfi við Leiftur sem varaði í 4 ár yrði hætt. Eftir að samstarfi á milli Leifturs/Dalvík var slitið og áhugi á knattspyrnu varð orðin mjög lítill, var sá möguleiki skoðaður að lið Reynis og lið Dalvíkur myndu sameinast og spila
undir merkjum Dalvíkur. UMFR Reynir hafði farið af stað með 3. deildar liðsem skipað var ströndungum og Dalvíkingum sem ekki líkaði samstarfið við Leiftur. Þar sem aðstæður til æfinga og keppni voru lélegar á Dalvík var farið í viðræður við formann Reynis sem lagði svo til að liðið fengi nafnið Dalvík/Reynir og gæti því notað vellina bæði á Árskógströnd og Dalvík og haft þannig þokkalegar aðstæður.