Umfjöllun: Stig í Garðabæ

Í gær lék Dalvík/Reynir við KFG í Garðabæ. Leikið var á Samsung-velli Stjörnunar í sól og blíðu en smávægilegur vindur sett svip sinn á leikinn.

Mikið var í húfi fyrir liðsmenn KFG þar sem þeir eru í harðri baráttu um 2. sæti deildarinnar. Það var því ljóst frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu að selja sig dýrt og herjuðu þeir mikið á mark Dalvíkur/Reynis.
Í fyrrihálfleik voru KFG töluvert hættulegri aðilinn og skoruðu m.a. mark sem réttilega var dæmt af.
Í síðari hálfleik náðu gestirnir í D/R að koma sér í betri stöður ofarlega á vellinum en hársbreidd vantaði til að búa til almennilega marktækifæri.
John Connolly, markvörður D/R, varði stórkostlega um miðbik seinnihálfleiks og hélt okkar mönnum á floti.

Niðurstaðan var 0-0 jafntefli, stig í pokann og 9. skipti sem Dalvík/Reynir heldur hreinu í sumar.

HÉR má sjá stöðuna í deildinni.
HÉR má sjá leikskýrslu leiksins.

Stutt á milli leikja

Næsti leikur er gegn Einherja á miðvikudaginn 22. ágúst, á Dalvíkurvelli. Stutt á milli leikja og línur fara skýrast í deildinni.
Svakaleg barátta er komin í deildina og mörg lið sem gera sér vonir um fyrstu tvö sæti deildarinnar.