Upphitun: Útileikur gegn Vængjum Júpíters

Sunnudaginn 26. ágúst fer fram þriðji leikur Dalvíkur/Reynis á 8 dögum en að þessu sinni etjum við kappi við Vængi Júpíters.
Leikið verður á gervigrasinu við Egilshöll og hefst leikurinn kl. 15:00

Vængir Júpíters hafa heldur betur blandað sér í toppbaráttuna eftir góðan 2-0 sigur gegn KH í síðustu umferð. Vængirnir eru því komnir með 23 stig og í bullandi toppbaráttu.

Liðsmenn D/R koma hungraðir til leiks eftir að hafa gert jafntefli í síðustu þremur leikjum liðsins.

Leiktímanum á þessum leik var breytt fyrir nokkru síðan þar sem Vængir Júpíters eru á leið í Evrópukeppni félagsliða í Futsal.
Riðill þeirra verður leikinn í Uddevalla í Svíþjóð og er fyrsti leikur miðvikudaginn 29. ágúst.

Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn!

ÁFRAM D/R!

Aðrar fréttir