Undirritun samnings – Framkvæmdir í fullum gangi (Myndir)

Á dögunum var undirritaður framkvæmdar samningur milli UMFS Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar vegna framkvæmdar á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Fyrir hönd félagsins voru Kristján Ólafsson, formaður UMFS, og Björn Friðþjófsson, forsvarsmaður vallarframkvæmda, sem undirrituðu samninginn ásamt Katrínu Sigurjónsdóttur, bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar og Gísla Bjarnasyni, sviðstjóra fræðslu-og menningarmála.

Í samningnum kemur m.a. fram að félagið sjálft mun sjá um framkvæmdina og ákvörðunartökur í efnisvali og slíku. Nú þegar er búið að velja gras á völlinn en gervigrasið og innfylling verður keypt af Metatron ehf.
Gervigrasið er fyrsta flokks með snjóbræðslu- og vökvunarkerfi.
Þetta gervigras má m.a. finna á nýjum Fylkisvelli.

Framkvæmdir eru nú þegar hafnar af fullum þunga eins og sjá má á myndum hér að neðan.
Jarðvinnan gengur vel en það er Steypustöðin á Dalvík sem sér um þann verkþátt.

 

Aðrar fréttir