Upphitun fyrir leik D/R – Þróttur V

Þá er komið að fyrsta heimaleik á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Dalvík/Reynir fá Þróttara frá Vogum í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 14:00, laugardaginn 27. júlí.
Frítt inn.

Allir á völlinn!

Ársmiðahafar, sjálfboðaliðar, stuðningsmenn og velunnarar athugið:

Knattspyrnudeild Dalvíkur býður fólki í létt fyrirpartý á sólpallinn hjá Hauki Snorrasyni og fjölskyldu (Sunnubraut 2, Dalvík).
Þar verður boðið uppá léttar drykkjaveitingar.
Pallurinn opnar klukkutíma fyrir leik (um kl 13:00).

Það er okkar ósk að þeir sjálfboðaliðar sem aðstoðað hafa okkur við framkvæmdir láti sjá sig, stuðningsmenn, ársmiðahafar og velunnarar.

Í hálfleik verður fólki einnig boðið í kökuveislu og kaffi.

ÁFRAM DALVÍK/REYNIR