Upphitun: Dalvík/Reynir – Augnablik

Á morgun, föstudaginn 13. júlí fer fram næsti heimaleikur Dalvíkur/Reynis. Að þessu sinni koma Kópavogspiltar í Augnablik í heimsókn á Dalvíkurvöll.
Leikurinn hefst kl. 20:00.

Við minnum ársmiðahafa á sérstakat upphitunarteiti sem hefst klukkutíma fyrir leik, nánar um það hér.

Augnablik er í 6. sæti deildarinnar með 13 stig þegar mótið er hálfnað. Í herbúðum Augnabliks er að finna reynda leikmenn á borði við Kára Árnason, Ellert Hreinsson, Steinar „Gamall“ Rúnarsson og þjálfarinn Jökull Elísarbetarson.
Augnablik vann fyrri viðureign liðanna sem fór fram í Kórnum í Kópavogi.

Í herbúðum D/R eru flest allir leikmenn klárir í slaginn. Nökkvi Þeyr kemur aftur inn eftir að hafa tekið út leikbann gegn KF í síðasta leik.
Menn eru staðráðnir í að bæta upp fyrir tapið frá því fyrr í sumar.

Við vonumst til að sjá sem flesta á Dalvíkurvelli.

ÁFRAM D/R